Snertir átta milljónir manna

Frá Bhaktapur, sem er í úthverfi Katmandú.
Frá Bhaktapur, sem er í úthverfi Katmandú. AFP

Jarðskjálftinn í Nepal hefur áhrif á daglegt líf átta milljón manna, þarf hrjáir matarskortur 1,4 milljónir íbúa landsins. Jafnframt er takmarkað aðgengi að vatni og neyðarskýlum. Vitað er að 4.310 létust í skjálftanum sem reið yfir á laugardag og mældist 7,8 stig. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um ástandið í Nepal í kjölfar jarðskjálftans.

Neyðaraðstoð er byrjuð að berast en enn er skortur á lyfjum, mat og líkpokum. Í höfuðborginni, Katmandú, blasir eyðileggingin við þar sem fjölmargar byggingar, þar á meðal sögufrægar byggingar, eru rústir einar.

Tæplega átta þúsund manns slösuðust í jarðskjálftanum, segir talsmaður innanríkisráðuneytisins, Laxmi Prasad Dhakal.

Á Durbar torgi í Katmandú
Á Durbar torgi í Katmandú AFP
Durbar torg
Durbar torg AFP
Leitað í rústum Katmandú
Leitað í rústum Katmandú AFP
Fólk sefur úti og eignlega alls staðar þar sem hægt …
Fólk sefur úti og eignlega alls staðar þar sem hægt er að halla höfði því fólk óttast frekari skjálfta. AFP
Durbar torg í Lalitpur úthverfi Katmandú.
Durbar torg í Lalitpur úthverfi Katmandú. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert