Ungbarn fannst í rústunum

Það þykir kraftaverk að barnið lifði af.
Það þykir kraftaverk að barnið lifði af. Af Twitter

Ótrúlegar myndir birtust á Twitter í dag sem sýna 4 mánaða gamlan dreng er honum er bjargað úr rústum húss sem hrundi í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. Drengurinn lifði af í rústunum í 22 klukkustundir.

Nepalska dagblaðið Kathmandu Today birti myndir af drengnum í dag en einnig hafa birst myndir af honum á Twitter.

Það voru hermenn sem fundu drenginn. Mennirnir voru búnir að leita á svæðinu þar sem án árangurs og voru við það að yfirgefa það. Þá heyrðu þeir drenginn gráta og fundu hann í kjölfarið í rústunum.

Samkvæmt frétt The Independent er ástand barnsins stöðugt og er það á sjúkrahúsi. Drengurinn er ekki alvarlega slasaður. Ekki er vitað hvar foreldrar hans eru niðurkomnir. 

Myndum af drengnum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni „kraftaverk“. Jarðskjálft­inn var 7,8 stig og í kjöl­farið fylgdu stór­ir eft­ir­skjálft­ar. Að minnsta kosti 5000 eru látnir og 6500 eru slasaðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert