Gyðjan lifði af

Er jarðskjálftinn varð í Nepal fyrir viku var níu ára gömul stúlka, sem dýrkuð er sem gyðja, að undirbúa sig fyrir að taka á móti tilbiðjendum á heimili sínu sem stendur við Durbar-torgið í Katmandú.

Er jarðskjálftinn varð hrundu hof og stuttur á torginu og rykský steig til himins. En heimili gyðjunnar, Kumari, slapp nær óskemmt. Aðeins nokkrar sprungur sjást á veggjunum.

„Hún verndaði okkur,“ segir Durga Shakya, sem sér um hús gyðjunnar. Gyðjan og allt hennar fylgilið er frá Newar, þjóð innfæddra, í Katmandú-dalnum.

„Sjáðu bara, heimili Kumari er nær óskemmt. Það er ein sprunga á hliðinni,“ segir húsvörðurinn og bætir við að engir hlutir hafi skemmst innandyra heldur.

Kumari, eins og litla gyðjan kallast, býr í einangrun í lítilli höll og kemur aðeins út á meðal fólks á hátíðardögum. Þá er hún borin í gegnum Katmandú í viðhafnarklæðum.

Gyðjan leiðir saman trúarbrögð hindúa og búddista og val á gyðju er mjög strangt. Prestar segja að til að geta orðið Kumari þarf stúlkan hafa ákveðna þætti, s.s. að vera með brjóstkassa ljónsins og fætur eins og dádýr. Auk útlitslegra þátta þarf gyðjan að sýna hugrekki og ekki fella tár er vísundi er fórnað.

Kamal Tara Shakya, fóstra gyðjunnar, segir hana ekki hafa orðið hrædda er jarðskjálftinn varð.

„Hún sagði ekkert og hún virtist ekki hrætt,“ segir hún um viðbrögð litlu stúlkunnar.

Húsvörðurinn heldur því fram að jarðskjálftinn hafi verið refsing guðanna og að gyðjan hafi vitað af komu hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert