Hárgreiðslumaður Katrínar mættur

OK tímaritið segist hafa heimildir fyrir því að hárgreiðslumaður Katrínar hertogaynju sé mættur á sjúkrahúsið í London. Það þykir gefa góða vísbendingu um það að hjónin ætli að sýna prinsessuna fyrir utan sjúkrahúsið áður en þau halda heim.

<blockquote class="twitter-tweet">

Kate Middleton's hairdresser has ARRIVED at the Lindo Wing. <a href="https://twitter.com/hashtag/RoyalBaby?src=hash">#RoyalBaby</a>

— OK! Magazine (@OK_Magazine) <a href="https://twitter.com/OK_Magazine/status/594474641885962240">May 2, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

 Prinsessan fæddist kl. 8.34 í morgun. Katrín kom á sjúkrahúsið um kl. 5 í nótt.

Þegar Georg fæddist var vitað fyrirfram að hjónin myndu koma með hann fyrir utan sjúkrahúsið svo að fjölmiðlamenn gætu myndað hann. Ekkert hefur verið gefið út það hvort sami háttur verði hafður á nú.

Uppfært kl. 14.35: Vilhjálmur prins mun yfirgefa sjúkrahúsið innan skamms til að hitta Georg litla. Í frétt Sky segir að talið sé að hann muni koma með litla prinsinn á sjúkrahúsið til að hitta systur sína.

Karl Bretaprins og Kamilla eiginkona hans, eru í skýjunum með fæðingu stúlkunnar, samkvæmt talsmanni þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert