„Mjög hamingjusamur“

Vilhjálmur Bretaprins er hamingjusamur með erfingjann.
Vilhjálmur Bretaprins er hamingjusamur með erfingjann. AFP

Vilhjálmur Bretaprins sagði fréttamönnum að hann væri „mjög hamingjusamur“ eftir að Katrín hertogaynja, eiginkona hans, fæddi dóttur þeirra í morgun. Þetta sagði Vilhjálmur þegar hann yfirgaf St Mary's sjúkrahúsið fyrir skömmu.

Vilhjálmur yfirgaf sjúkrahúsið til að sækja Georg litla, en þeir feðgar eru nú komnir á sjúkrahúsið að nýju þar sem litli prinsinn mun hitta systur sína. Stúlkan fæddist um klukkan hálf níu í morgun og er tæpar 15 merkur að þyngd.

Fjöl­marg­ir hafa safn­ast sam­an fyr­ir utan sjúkra­húsið og bíða frek­ari fregna. Ekki er enn ljóst hvort að Katrín og Vil­hjálm­ur muni koma með stúlk­una út og sýna hana fjöl­miðlum líkt og þau gerðu með Georg prins árið 2013.

Litla prins­ess­an verður fjórða í erfðaröðinni að krún­unni á eft­ir afa sín­um, föður og Georg, stóra bróður sín­um. Nú er beðið með spennu eft­ir því að for­eldr­arn­ir nefni stúlk­una en enn sem komið er veðja flest­ir á að hún fái nafið Alice. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert