Prinsessan svaf í gegnum stóru stundina

Prinsessan svaf í gegnum stóru stundina.
Prinsessan svaf í gegnum stóru stundina. AFP

Vil­hjálm­ur Bretaprins og Katrín her­togaynja stigu út með nýfædda dóttur sína og sýndu hana fjölmiðlum fyrir utan St Mary's sjúkrahúsið í London rétt í þessu. Prinsessan virtist hafa sofið í gegnum stóru stundina, en hún var vafin inn í hvítt teppi.

Hjónin veifuðu til fréttamanna og brostu á meðan dóttirin svaf í fangi móður sinnar. Fjölskyldan yfirgaf sjúkrahúsið í kjölfarið og hélt heim til Kensingtonhallar.

Í tilkynningu frá fjölskyldunni fyrr í dag sögðust þau ætla að yfirgefa sjúkrahúsið í kvöld, og voru því þau fyrr á ferðinni en flestir höfðu gert ráð fyrir. 

Í tilkynningunni þökkuðu hjón­in starfs­fólki sjúkra­húss­ins fyr­ir þá umönn­un og meðferð sem þau fengu þar og þökkuðu einnig al­menn­ingi fyr­ir fal­leg­ar ósk­ir.

Georg litli prins hef­ur þegar haldið aft­ur til hall­ar­inn­ar, en hann heim­sótti sjúkra­húsið fyrr í dag og hitti syst­ur sína í fyrsta skipti.

Vil­hjálm­ur Bretaprins sagði frétta­mönn­um fyrr í dag að hann væri „mjög ham­ingju­sam­ur“ eft­ir að eig­in­kona hans fæddi dótt­ur þeirra í morg­un. Stúlk­an fædd­ist um klukk­an hálf níu í morg­un og er tæp­ar 15 merk­ur að þyngd.

Litla prins­ess­an verður fjórða í erfðaröðinni að krún­unni á eft­ir afa sín­um, föður og Georg, stóra bróður sín­um. Nú er beðið með spennu eft­ir því að for­eldr­arn­ir nefni stúlk­una en enn sem komið er veðja flest­ir á að hún fái nafið Alice. 

Prinsessan var vafin inn í hvítt teppi.
Prinsessan var vafin inn í hvítt teppi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert