Castro hitti utanríkisráðherra Japans

Fidel Castro.
Fidel Castro. AFP

Fyrrverandi forseti Kúbu, Fidel Castro, hitti utanríkisráðherra Japans, Fumio Kishida, í gær. Ráðherrann er í fyrstu heimsókn utanríkisráðherra Japana til Kúbu. Hann hitti forsetann fyrrverandi á heimili hans í Havana.

„Fidel og hinn háttvirti gestur ræddu um samband Kúbu og Japans,“ segir í ríkisdagblaði Kúbu.

Engar myndir hafa birst af fundinum. Castro er orðinn 88 ára gamall og nokkuð heilsuveill.

Ráðherrann hitti einnig bróður Castros, Raul Castro Kúbuforseta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert