Jarðskjálfti í Los Angeles

Frá Los Angeles.
Frá Los Angeles. AFP

Jarðskjálfti sem mældist 3,9 stig varð í Los Angeles í dag, sunnudag. Ekki hafa borist neinar fréttir af skemmdum eða slysum á fólki.

Jarðskjálftinn var kl. 11.07 að íslenskum tíma, 4.07 í nótt að staðartíma. Upptök hans voru á 9,9 kílómetra dýpi við Inglewood í suðvesturhluta borgarinnar, samkvæmt upplýsingum Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar.

Skjálftinn fannst víða, m.a. á þéttbýlum svæðum en var ekki nógu stór til að vekja þá sem voru í fastasvefni, segir talsmaður Jarðfræðistofnunarinnar.

Skjálfti upp á 3,5 stig varð á svipuðum slóðum 12. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert