Maya Plisetskaya er látin

Plisetskaya í nóvember árið 2005.
Plisetskaya í nóvember árið 2005. AFP

Maya Plisetskaya, sem af mörgum var talin ein besta ballerína 20. aldarinnar, lést í dag, 89 ára gömul.

Plisetskaya, sem reis fyrst upp á stjörnuhimininn í heimalandi sínu Rússlandi, dansaði í meira en hálfa öld og nútímalegur stíll hennar gekk gegn viðteknum venjum í Sovétríkjunum.

Hún lést úr hjartaáfalli. „Læknar reyndu allt hvað þeir gátu, en það var ekkert hægt að gera,“ sagði Vladimir Urin, stjórnandi Bolshoi balletsins. Eiginmaður Plisetskayu, Rodion Shchedrin, færði Urin fréttirnar af andláti hennar.

Urin sá Plisetskaya síðast fyrir nokkrum vikum og sagði hana þá hafa verið við góða heilsu. „Rússland og heimsbyggðin öll vissu að Plisetskaya var táknmynd rússnesks ballets á 20. öldinni,“ bætti hann við.

Vladimir Putin, forseti Rússland, sendi fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Plisetskaya fæddist í Moskvu 20. nóvember 1925. Faðir hennar var drepinn í hreinsunum Stalíns og móðir hennar send í þrælabúðir í Kasakstan. Hann var verkfræðingur, hún leikkona og þau álitin óvinir fólksins og svikarar.

Plisetskaya ólst því upp hjá frænku sinni og frænda. Hún gekk í Bolshoiballettinn árið 1943. Á 50 ára ferli hennar, þar sem hún dansaði með Bolshoiballetnum mun lengur en venjan er, heillaði hún áhorfendur með glæsilegum stíl sínum og fögru útliti.

Guardian greinir frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert