Segja Sáda hafa notað klasasprengjur

Reykur stígur til himins í Jemen.
Reykur stígur til himins í Jemen. AFP

Mannúðar og mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja ýmislegt benda til þess að flugher Sádi-Arabíu hafi varpað klasasprengjum á uppreisnarmenn í Jemen. Talið er að sprengjurnar hafi komið frá Bandaríkjunum.

Klasasprengjur eru þess eðlis að þegar þær springa dreifast margar minni sprengjur um stórt svæði. Sumar þessar litlu sprengja springa ekki þegar þær lenda, og verða þá í raun jarðsprengjur. 116 ríki hafa undirgengist samning sem bannar klasasprengjur, en Sádí-Arabía og Bandaríkin eru ekki meðal þeirra.

Bæði myndir og óstaðfest myndbönd benda til þess að sprengjur framleiddar af Textron Systems Corporation í Bandaríkjunum hafi verið notaðar í Jemen. Sádar hafa hins vegar þvertekið fyrir að þeir hafi notað klasasprengjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert