Hittir langömmu í dag

Litla prinsessan
Litla prinsessan AFP

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja daga gömul er ýmislegt á dagskránni. Til að mynda mun hún hitta Elísabetu Englandsdrottningu í dag en Elísabet er langamma hennar. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge eignuðust stúlkubarn á laugardaginn en fyrir eiga þau prinsinn Georg, sem fæddist fyrir tæpum tveimur árum. Samkvæmt Telegraph í dag hefur litla prinsessan dvalið í Kensingtonhöll undanfarnar tvær nætur en það er heimili fjölskyldunnar í Lundúnum. 

Í dag leggur hún í ferðalag með foreldrum og stóra bróður á sveitasetur fjölskyldunnar, Anmer Hall, en þar í næsta nágrenni er langamman, sem er samkvæmt Telegraph mjög spennt að hitta nýjasta afkomandann.

Anmer Hall er í Sandringham þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur um þessar mundir, en Vilhjálmur, Katrín og börn þeirra munu dvelja þar út mánuðinn. Vilhjálmur er í fæðingarorlofi til 1. júní.

Blaðamenn Telegraph eru sannfærðir um að litla prinsessan fái nafn í dag en ekkert hefur verið gefið upp um það af hálfu hirðarinnar.

Það sem veðbankarnir segja um nafn litlu prinsessunnar:

  • Alice - 5/2
  • Charlotte - 3/1
  • Victoria - 7/1
  • Olivia - 7/1
  • Elizabeth - 7/1
  • Diana - 10/1
  • Alexandra - 12/1
  • Mary - 14/1
  • Grace - 25/1
  • Rose - 25/1
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge með litlu prinsessuna.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge með litlu prinsessuna. AFP
Elísabet Englandsdrottning mun væntanlega hitta langömmubarnið í fyrsta skipti í …
Elísabet Englandsdrottning mun væntanlega hitta langömmubarnið í fyrsta skipti í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert