Kallaði Helförina smáatriði í sögunni

Franska þjóðfylkingin hefur vikið stofnanda flokksins, Jean-Marie Le Pen úr flokknum vegna ummæla hans og rifrildis hans við dóttur sína Marine.

Samkvæmt frétt BBC var fundað í stjórn flokksins í dag. Kallað var eftir fundinum eftir að Le Pen sagði í samtali við fjölmiðla að Helförin væri smáatriði í sögunni. Samkvæmt yfirlýsingu flokksins verður staða hans sem heiðursforseti flokksins jafnframt endurskoðuð. 

Le Pen stofnaði frönsku þjóðfylkinguna árið 1972. Hann var formaður flokksins til ársins 2011. Hann neitaði að mæta á fundinn í dag og sagði í samtali við fjölmiðla að honum hafði verið afneitað af sinni pólitísku fjölskyldu. 

Dóttir Le Pen, Marine Le Pen, hefur lýst því yfir að faðir hennar ætti að hætta í stjórnmálum. Fyrir fundinn í dag sagði Marine að faðir hennar ætti ekki lengur að geta talað í nafni frönsku þjóðfylkingarinnar. 

Í samtali við hægri sinnaða dagblaðið Rivarol sagði Le Pen í síðasta mánuði að hann hafi aldrei litið á Philippe Petain sem svikara og skilgreindi jafnframt forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, sem innflytjanda. Síðustu misseri hefur Marine Le Pen hefur reynt að stýra flokknum frá fortíð sinni sem einkennist af kynþátta- og gyðingahatri. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Le Pen gegn Le Pen

Hnútukast Le Pen heldur áfram

Le Pen hættir við

Le Pen var hress þegar hann yfirgaf höfuðstöðvar flokksins í …
Le Pen var hress þegar hann yfirgaf höfuðstöðvar flokksins í dag. AFP
Marine Le Pen.
Marine Le Pen. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert