Of dýrt fyrir Norðmenn að taka við flóttamönnum

Borgarastyrjöld hefur ríkt í Sýrlandi í fjögur ár og landið …
Borgarastyrjöld hefur ríkt í Sýrlandi í fjögur ár og landið hefur nánast verið lagt í rúst. AFP

Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra Noregs, segir að Noregur eigi ekki að taka að sér verkefni sem ekki er hægt að sinna. Samþykkt var á flokksþingi Framfaraflokksins í gær að koma í veg fyrir að tekið verði við 10 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu tveimur árum eins og rætt hefur verið um.

Jensen segir að flokkurinn hafi samþykkt að auka aðstoð við nágrannaríki Sýrlands svo þau geti tekið á móti fleiri flóttamönnum.

Formaður Verkamannaflokksins, Jonas Gahr Støre, segir að flokksþing Verkamannaflokksins hafi samþykkt að vinna að því að Noregur taki við 5 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi í ár og sama fjölda á næsta ári. Verkamannaflokkurinn hefur þegar tryggt sér stuðning  Venstre og vonast við að Kristilegi þjóðarflokkurinn styðji það einnig en flokkurinn heldur flokksþing um næstu helgi.

Að sögn Jensens myndi það kosta Norðmenn einn milljarð norskra króna, 17,49 milljarða íslenskra króna, að taka á móti eitt þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi. Það kosti álíka mikið að taka á móti einum sýrlenskum flóttamanni og að styðja við 14 flóttamenn í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Sýrlands.

Christian Tybring-Gjedde, einn þekktasti talsmaður Framfaraflokksins í málefnum innflytjenda, er ekki sáttur við hvað Jensen fer í kringum flóttamannamálin líkt og köttur í kringum heitan graut.

„Við viljum enga,“ segir hann. „Við viljum ekki 9999, við viljum ekki tvo. Við viljum enga. Við eigum ekki að samþykkja forsendur Støres og sitja í herbergi og segja að við munum ekki samþykkja þína 10 þúsund en samþykkja 6 þúsund,“ segir hann.

Á morgun munu þingmenn frá öllum stjórnmálaflokkum Noregs ræða málefni innflytjenda og ákveða hversu margar flóttamenn eigi að fá leyfi til þess að koma til Noregs.

<a href="http://www.nrk.no/norge/dropper-trolig-krav-om-10.000-syrere-1.12342587" target="_blank">Norska ríkisútvarpið</a> <a href="http://www.nrk.no/norge/oslo-frp-krevde-asylgaranti-1.12341653" target="_blank">NRK</a>
Þessi börn létust þegar sprengju var varpað á skóla þeirra …
Þessi börn létust þegar sprengju var varpað á skóla þeirra í síðustu viku. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert