Prinsessan komin með nafn

Prinsessan hefur fengið nafn, Charlotte Elizabeth Diana eða Karlotta Elísabet Díana. Hún verður einnig kölluð Karlotta af Cambridge. 

Margir höfðu veðjað á að prinsessan fengi nöfnin Alice, Karlotta, Elísabet eða Viktoría. Færri töldu að stúlkan fengi nafn Díönu prinsessu heitinnar, móður Vilhjálms Bretaprins. 

Stúlkan er einnig nefnd í höfuðið á langömmu sinni, Elísabetu Bretadrottningu. Samkvæmt vefsíðunni Wikipedia hafa fimmtán breska prinsessur verið nefndar Elísabet. Þó hafa ekki allar fengið nafnið sem fyrsta eiginafn. 

Nokkuð er síðan bresk prinsessa fékk nafnið Karlotta sem fyrsta eiginnafn. Það var Charlotte  Augusta Louisa, prinsessa af Clarence, eða Karlotta Ágústa Lovísa. Hún fæddist í 27. mars árið 1819 og lést sama dag. 

Charlotte Augusta, prinsessa af Wales, eða Karlotta Ágústa, fæddist 7. janúar 1796. Hún lést af barnsförum aðeins 21 árs. 

Karlotta Elísabet Díana
Karlotta Elísabet Díana AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert