Prinsessuteppið vekur athygli

Stúlkan var vafin í hvítt teppi.
Stúlkan var vafin í hvítt teppi. AFP

Stúlkan litla, prinsessan sem kom í heiminn á laugardaginn, hefur vakið heimsathygli líkt og bróðir hennar Georg. Ljóst er að þau munu stýra tískustraumum um allan heim næstu árin. Hingað til hefur heimsbyggðin aðeins séð stúlkuna vafða í fallegt hvítt teppi og með prjónaða húfu og er þegar mikil eftirspurn eftir teppinu. 

Þegar heimurinn fékk að sjá Georg í fyrsta skipti var hann einnig vafinn í hvítt teppi. Prjónarar heimsins gripu fram prjónana í snarhasti og hafa fjölmörg prinsateppi verið prjónuð á síðustu tveimur árum. Heimurinn vildi að sjálfsögðu vefja börn sín í samskonar teppi og litli prinsinn var vafinn í.

Nú er svo komið að vefverslunin G.H. Hurt&Son, sem selur teppið sem stúlkan litla var vafin í, þarf að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara til að afgreiða teppið hvíta til viðskiptavina. Á síðunni er tekið fram að þetta sé vegna óvenjulega mikillar eftirspurnar.

Teppið kostar 47 pund eða tæpar 10 þúsund krónur. Aðeins er hægt að fá það í hvítum lit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert