Rowling ekki ánægð með nafnið

Karlotta Elísabet Díana Nymphadora? Nei, því miður.
Karlotta Elísabet Díana Nymphadora? Nei, því miður. AFP

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, var vonsvikin með val Katrínar og Vilhjálms á nöfnum prinsessunar, Karlottu Elísabetar Díönu.

„Jæja, konunglega barnið heitir Karlotta. Ég er leið að það var ekki Viktoría, ég vonaðist til að það yrði Nymphadora en nei, ekki einu sinni millinafn,“ tísti Rowling í gær eftir að nafnið hafði verið tilkynnt.

Nafnið Nymphadora er ekki hefðbundið nafn innan bresku konungsfjölskyldunnar, heldur nafn persónu úr bókum Rowling. Um er að ræða konu sem gengur allajafna undir nafninu Tonks í galdraheiminum. Í fimmtu bókinni um Harry Potter biður hún tilvonandi eiginmann sinn, Remus Lupin, að kalla sig ekki eiginnafni sínu og segir móður sína hafa verið „fífl“ að nefna sig Nymphadoru.

Karlotta Elísabet Díana kom í heiminn á laugardag. Hún er fjórða í erfðaröðinni að bresku krúnunni. Hún er meðal annars nefnd í höfuðið á Pippu, systur Katrínar, Elísabetu langömmu sinni og Díönu heitinni, ömmu sinni.  

<blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/Oryzaem">@Oryzaem</a> "So, Royal baby's name is Charlotte. I'm sad it's not Victoria" I was hoping for Nymphadora but no, not even a middle name.

— J.K. Rowling (@jk_rowling) <a href="https://twitter.com/jk_rowling/status/595315202515697664">May 4, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert