Skammast sín að Marine beri nafn hans

Feðgin: Marine Le Pen og Jean-Marie Le Pen
Feðgin: Marine Le Pen og Jean-Marie Le Pen AFP

Stofnandi og fyrrverandi  formaður Front National, frönsku Þjóðfylkingarinnar, Jean-Marie Le Pen, segist skammast sín fyrir að dóttir hans beri sama nafn og hann. 

Dóttir hans, Marine Le Pen, er núverandi formaður flokksins og hafa þau mæðgin tekist harkalega á að undanförnu. Var Le Pen rekinn úr flokknum í gær vegna niðrandi ummæla hans um gyðinga og helförina. 

Samkvæmt frétt BBC á Le Pen að hafa látið þau orð falla að hann vonaðist til þess að hún myndi giftast fljótlega og það myndi þýða að hún tæki upp nafn eiginmanns síns. Hann ætlar ekki að styðja Marine í forsetakosningunum árið 2017.

Marine Le Pen hefur reynt frá því hún tók við forystunni í FN að beina flokknum af braut rasisma og gyðingahatri og hefur fylgi flokksins aukist jafnt og þétt undir hennar forsæti.

Kallaði helförina smáatriði í sögunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert