Þjálfarinn er smitaður af HIV

Moses Kipsiro, ólympíufari og heimsmeistari greindi frá brotum þjálfarans í …
Moses Kipsiro, ólympíufari og heimsmeistari greindi frá brotum þjálfarans í fyrra. AFP

Íþróttaþjálfarinn Peter Wemali sem grunaður er um að hafa nauðgað táningsstúlkum sem hann þjálfaði er smitaður af HIV. Óttast er að stúlkurnar hafi smitast og smitað aðra hlaupara vegna lauslætis meðal íþróttamannanna, líkt og segir í frétt AFP-fréttaveitunnar.

Ein skærasta stjarna Úganda í langhlaupum hefur farið fram á gerð verði víðtæk rannsókn á málinu.

„Margir félagar okkar gætu verið smitaðir,“ er haft eftir Moses Kipsiro. Hann sagði frá meintum brotum þjálfans á síðasta ári. Wemali hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot.

„Ég veit að margir af eldri karlkyns hlaupurunum hafa deilt kærustum með Wemali, án þess að vita af því,“ sagði Kipsiro og bætir við að sumir þeirra séu jafnvel giftir kvenkyns hlaupurum sem hann braut gegn.

Frétt mbl.is: Sagði fóstureyðingu bæta árangur

Frétt mbl.is: Áreittar kynferðislega í æfingabúðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert