Bollywood-stjarna dæmd fyrir manndráp

Bollywood-leikarinn Salman Khan var í dag dæmdur sekur um að bera ábyrgð á dauða heimilislauss manns árið 2002. Khan var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Dómarinn dæmdi Khan sekan um manndráp fyrir að hafa ekið Toyota Land Cruiser bifreið sinni undir áhrifum áfengis inn í hóp utangarðsmanna sem sváfu úthverfi Mumbai. Einn þeirra lést og nokkrir slösuðust.

Khan, sem er þekktur fyrir leik í myndum eins og Dabangg, hefur alltaf neitað því að hafa ekið bifreiðinni. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og því ljóst að ferill hans sem ein helsta kvikmyndastjarna Indlands er á enda.

Fjölmörg vitni saksóknara, þar á meðal menn sem lifðu af slysið, báru að Khan hafi ekið bifreiðinni sem var ekið á miklum hraða inn í hópinn sem svaf á gangstétt fyrir utan bakarí í september 2002.

Khan bar að bílstjóri hans hafi ekið bifreiðinni og staðfesti bílstjórinn það fyrir rétti. Að sögn bílstjórans sprakk á öðru framhjóli bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á henni.

Salman Khan
Salman Khan AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert