Netanyahu myndar ríkisstjórn

Benjamin Netanyahu.
Benjamin Netanyahu. AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur landað samkomulagi um nýja ríkisstjórn landsins. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að samkomulagið hafi náðst á síðustu stundu áður en frestur til þess rann út. Sjö vikur eru frá þingkosningunum í landinu þar sem Likud-bandalag Netanyahus hélt velli sem stærsti flokkur Ísraels.

Fram kemur í fréttinni að búist sé við formlegri tilkynningu um nýja ríkisstjórn bráðlega. Ríkisstjórnin verður mynduð af fimm stjórnmálaflokkum; Likud-bandalagi Netanyahus, hægriflokknum Bayit Yehudi og miðjuflokknum Kulanu auk tveggja stjórnmálaflokka bókstafstrúaðra gyðinga, Shas og Yahadut HaTora HaMeuhedet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert