Reyndu að flýja en voru drepin

Margir flýja borgina Aden vegna harðnandi átaka.
Margir flýja borgina Aden vegna harðnandi átaka. AFP

Að minnsta kosti 32 óbreyttir borgarar létust og 67 særðust í sprengjuárás í Jemen í dag. Fólkið var á flótta frá borginni Aden á sjó er árásin var gerð.

Sprengjur sprungu við litla fiskihöfn og á pramma sem var að flytja fólk úr höfninni. Uppreisnarmenn hútúa berjast við herinn um yfirráð í borginni. Herinn er hliðhollur forsetanum Abedrabbo Mansour Hadi sem gerður hefur verið útlægur úr landinu.

Ástandið í borginni hefur versnað gríðarlega og hafa óbreyttir borgarar lagt á flótta á litlum bátum. Vitni segja að harka hafi færst í bardagana síðustu daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert