Snarvitlaust veður í Þýskalandi

Frá Hamborg í gær
Frá Hamborg í gær AFP

Aftakaveður hefur valdið miklum usla í norðurhluta Þýskalands. Skemmdir eru gríðarlegar og ungur maður lést og unnusta hans slasaðist þegar brak lenti á bifreið þeirra í Hamborg.

Skýstrókur olli miklum skemmdum í bænum Buetzow, skammt frá Rostoc, en þar tókust bifreiðar á loft og hús skemmdust. Víða hafa almenningssamgöngur lamast vegna roksins og eldinga.

Lestarsamgöngur á milli Hamborgar og Lübeck lömuðust um tíma í gær vegna þess að tré hafði fallið á járnbrautarteinana en vindhraðinn mældist 33 metrar á sekúndu í Geilenkirchen, segir í frétt BBC.

Slökkviliðið í Hamborg hefur haft í nægu að snúast þar sem tré og ýmsir lausamunir ollu tjóni.  Fimm flutningaskip slitu landfestar og einhver þeirra rákust á, segir í fréttum þýskra fjölmiðla. 

Samkvæmt veðurspám er von á áframhaldandi hvassviðri á þessum slóðum næstu daga.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert