Tímamótadómur fyrir afganskar konur

Fjórir afganskir karlmenn voru dæmdir til dauða í dag fyrir að hafa myrt konu sem þeir sökuðu ranglega um guðlast. Mennirnir réðust með grimmilegum hætti á konuna samkvæmt frétt AFP og hengdu hana.

Fram kemur í fréttinni að dómurinn marki tímamót í Afganistan varðandi réttindi kvenna en konur hafi til þessa átt erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Þá segir að fleiri hafi verið ákærðir í málinu en verið sýknaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert