Þota Norwegian varð fyrir eldingu

Boeing 787 Draumfari Norwegian.
Boeing 787 Draumfari Norwegian. Ljósmynd/Norwegian

Snúa þurfti þotu

<span>Norwegian við og lenda henni á Kastrup flugvelli í gærkvöldi eftir að hún varð fyrir eldingu yfir Skáni. Samkvæmt frétt Svenska dagbladet var flugvélin á leiðinni til</span>

 Barcelona og hafði nýlega tekið á loft á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar óhappið varð.

<br/>

Vélinni var lent á Kastrup án áfalla klukkan 21:50 í gærkvöldi. Farþegar í þotunni segja að þeir hafi séð ljósbjarma og fljótlega eftir það hafi vélin snúið við. Þeir hafi því vitað að eitthvað var að. 

Mjög leiðinlegt veður var á þessum slóðum og mjög þungskýjað. Mikil ókyrrð var í loftinu og fjöldi eldinga. Alls voru 143 farþegar um borð í þotunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert