Burden látinn

Chris Burden
Chris Burden

Bandaríski myndlistarmaðurinn Chris Burden lést í fyrradag, 69 ára að aldri, af völdum krabbameins. Burden vakti fyrst athygli sem gjörningalistamaður og frægur er sá gjörningur hans þegar hann lét vin sinn skjóta sig í handlegginn með riffli í galleríi í Kaliforníu árið 1971.

Sá gjörningur nefndist „Shoot“. Af öðrum þekktum gjörningum má nefna „Trans-Fixed“ frá árinu 1974 en þá lét Burden krossfesta sig á Volkswagen.

Á seinni hluta ferils síns sneri Burden sér meira að skúlptúrum og útilistaverkum og þá m.a. flóknum, véldrifnum skúlptúrum. Síðasta verkið sem Burden lauk við verður sýnt frá 18. maí í Los Angeles County Museum of Art. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert