Kýrin skotin í þágu almannaöryggis

Lögreglan taldi sig hafa þann eina kost að skjóta Bessie …
Lögreglan taldi sig hafa þann eina kost að skjóta Bessie til bana. Af Facebook-síðunni til minningar um Bessie

Minningarvaka um kú sem skyttur lögreglunnar skutu til bana verður haldin í Wallsend á Englandi á föstudag. Kýrin Bessie var ein af þremur sem sluppu lausar á sunnudag. Fjöldi lögreglumanna elti kýrnar, meðal annars á þyrlu, áður en Bessie var skotin í þágu „almannaöryggis“, að sögn lögreglu.

Bessie var ein af þremur kúm sem sluppu frá Rising Sun Country-garðinum í Norður-Tyneside á Norður-Englandi á sunnudag. Lögregluþyrla og sex lögreglumenn fylgdu kúnum en þeim tókst að ná tveimur þeirra aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vitni segist hafa séð fleiri en fimmtán lögreglubíla á vettvangi auk þyrlunnar og þrír eða fjórir lögreglumenn hafi verið búnir sem leyniskyttur. Lögreglan segir að Bessie hafi hins vegar verið skotin eftir að hún varð æ órólegri og byrjaði að valda hættulegum og alvarlegum truflunum á stórri akbraut.

Drápið á Bessie hefur vakið hörð viðbrögð og hafa þúsundir manna líka við Facebook-síðu sem sett var upp til minningar um hana. Vaka til minningar um hana verður haldin í bithaga í Chicken Lane í Wellsend á föstudag. Fólk er hvatt til að mæta í kúasamfellum og að koma með kerti.

Frétt BBC af morðinu á Bessie

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert