40 uppreisnarmenn létust í Sýrlandi

Að minnsta kosti 40 létust í árásinni í dag. Þessi …
Að minnsta kosti 40 létust í árásinni í dag. Þessi mynd var tekin eftir árás sem var í gær í Aleppo. AFP

Að minnsta kosti fjörtíu sýrlenskir uppreisnarmenn létu lífið í loftárásum stjórnarhersins í Aleppo í dag. Samkvæmt frétt AFP-fréttasveitunnar var loftárásin gerð á miðstöð uppreisnarmannanna og varð í kjölfarið gífurleg sprenging.

Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights voru uppreisnarmennirnir með sprengjukúlur í geymslu í miðstöðinni sem sprungu í loftárásunum.

„Sprengjukúlurnar sprungu í loftárásinni, og vitni hafa lýst sprengingu eins og jarðskjálfta,“ sagði yfirmaður samtakanna, Rami Adel Rahman í samtali við AFP. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum létust að minnsta kosti 40 uppreisnarmenn, þar af þrír leiðtogar. 

Miðstöð uppreisnarmannanna var í hverfinu Al-Shaar sem er yfirráðasvæði uppreisnarmannanna, í austur hluta Aleppo. Hverfið er algengt skotmark loftárása stjórnarhersins. 

Eyðileggingin í Aleppo er gífurleg.
Eyðileggingin í Aleppo er gífurleg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert