Biðjast afsökunar á skó-hneykslinu

Framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hefur beðist afsökunar á því að konum á hátíðinni hafi verið vísað af rauða dreglinum fyrir að vera ekki í háhæluðum skóm. „Við biðjumst afsökunar,“ sagði Thierry Fremaux. „Það var kannski full mikill ákafi í öryggisvörðunum.“

Kvik­mynda­hátíðin hef­ur verið harðlega gagn­rýnd síðustu daga, en fjöldi kvenna hefur verið vísað af rauða dreglinum fyrir að vera í flatbotna skóm. Þar á meðal er danski kvik­mynda­fram­leiðand­inn Val­er­ia Richter, sem missti hluta af öðrum fæti sín­um og getur því ekki gengið í háum hælum.

Breska leikkonan Emily Blunt tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gær og sagði það mikil vonbrigði að svona væri komið fram við konur. „Þegar maður heldur að fólk sé orðið meðvitaðra um jafnrétti og hafi áttað sig á því að konur geta náð jafn miklum árangri og verið jafn athyglisverðar.“

Þá sagði hún alla ættu að vera í flatbotna skóm að sínu mati. „Það er bara mín skoðun, mér finnst betra að vera í converse strigaskóm,“ sagði hún hlæjandi.

Mörgum vísað frá

Richter sagði í sam­tali við BBC að hún gæti ekki haldið jafn­vægi á háum hæl­um eft­ir að hluti vinstri fót­ar henn­ar var fjar­lægður. Hún var fjór­um sinn­um stoppuð þegar hún var á leið á frum­sýn­ingu á laug­ar­dag.

„Þeir bentu á skóna mína og veifuðu svo fingr­un­um að mér. Það var mjög aug­ljóst að það væru skórn­ir mín­ir sem voru vanda­mál,“ sagði hún. „Aug­ljós­lega gat ég veifað fæt­in­um mín­um að þeim, og það gerði aðstæðurn­ar frek­ar vand­ræðal­eg­ar fyr­ir þá, því ég hafði sýni­lega skýr­ingu á því að vera ekki í hæl­um.“

Richter var á end­an­um hleypt inn, en hún seg­ir marga sam­starfs­fé­laga sína sem ekki geta gengið á hæl­um hafa verið neitað og ekki kom­ist inn. 

Þá átti annað atvik sér stað við frum­sýn­ingu nýj­ustu kvik­mynd­ar Cate Blanchett, Carol, og hafði BBC eft­ir Screen Daily að tals­menn hátíðar­inn­ar hafi staðfest að skylda hafi verið að vera í há­hæluðum skóm á rauðum dregl­um henn­ar.

Eftir það sagði fram­kvæmda­stjórinn að um orðróm hafi verið að ræða sem eigi sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um og að ekki sé talað sér­stak­lega um hæla í kröf­um sem hátíðin ger­ir um klæðaburð. Hann virðist þó hafa breytt um afstöðu nú.

Frétt mbl.is: Einfættri konu vísað af rauða dreglinum

Frétt mbl.is: Flat­botna skór bannaðir á rauða dregl­in­um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert