Feður, bræður og eiginmenn

Skyi Rhyne ásamt föður sínum í síðasta mánuði.
Skyi Rhyne ásamt föður sínum í síðasta mánuði. Skjáskot af Facebook

Það vakti heimsathygli fyrr í vikunni þegar að níu meðlimir mótorhjólaklúbba létu lífið í skotbardaga fyrir utan veitingastað í Waco í Texas í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hefur skapast umræða um að klúbbarnir væru í raun glæpagengi.

Nú hafa aðstandendur þeirra sem létu lífið látið í sér heyra og neitað því að feður þeirra, eiginmenn og vinir hafi verið glæpamenn.

Skyi Rhyne er átján ára gömul. Hún missti pabba sinn á sunnudaginn, hin 39 ára gamla Jacob Lee Rhyne. Hann var meðlimur í mótorhjólaklúbbnum Cossacks.

Rhyne minnist föður síns hlýlega og segir hann skemmtilegan, ástríkan og tryggan föður sem þurfti að sannfæra til þess að fara úr náttfötunum til þess að vera á mynd með henni fyrir lokaballið.

„Hann var alltaf til staðar, brosandi, gefandi fimmur og faðmlög,“ sagði Rhyne í samtali við fréttastofuna NBC.

Rhyne útskrifast úr menntaskóla í næstu viku og táraðist þegar hún hugsaði út í athöfnina.

„Hann var búinn að spyrja mig hvort ég vildi fara með honum á mótorhjólinu eftir athöfnina til þess að fagna,“ sagði hún. „Ég svaraði játandi því ég elska hann.“

Móðir Rhyne, Rocki Hughes, segist enn vera að reyna að skilja hvað gerðist. Jacob Rhyne, bjó í Ranger í Texas. Hann hafði gengið til liðs við Cossacks fyrir hálfu ári síðan og samkvæmt Hughes átti hann ekki byssu.

„Ég get ekki séð fyrir mér að Jake hefði farið þangað ef hann hefði vitað að þarna yrðu átök,“ sagði hún. „Börnin okkar eru of mikilvæg.“

Hughes kallaði skotárásina á sunnudaginn árás úr launsátri að hálfu Cossacks. Rannsakendur eru þó enn að reyna að finna út hverjir drápu hverja.

Fyrir utan Jacob Rhyne voru það Richard Vincent Kirshner Jr. 47 ára, Wayne Lee Campbell, 43 ára, Daniel Raymond Boyett, 44 ára, Charles Wayne Russell, 46 ára, Jesus Delgado Rodriguez, 65 ára,Richard Matthew Jordan II, 31 árs, Manuel Issac Rodriguez, 40 ára og and Matthew Mark Smith, 27 ára sem létu lífið á sunnudaginn.

Sonur Rodriguez, Vincent Ramirez, sagði í samtali við NBC að faðir hans hafi einfaldlega verið „á röngum stað á röngum tíma“.

Rodriguez barðist ungur í Víetnam stríðinu en varð síðan sölumaður. Hann var kominn á eftirlaun þegar hann lést. Hann átti sjö börn og nítján barnabörn. Að sögn Ramirez tengdist faðir hans Bandidos klúbbnum en var ekki fullgildur meðlimur.

„Hann starfaði sjálfstætt. Honum var boðið á fundinn,“ sagði Ramirez og bætti við að faðir hans hafi tekið þátt í góðgerðarstarfsemi klúbbsins og væri aldrei vopnaður.

Fyrri fréttir mbl.is:

„Þetta eru glæpamenn á mótorhjólum“

Níu féllu í skot­b­ar­daga í Texas

Starfs­fólkið faldi sig í frystiskáp

192 manns verða ákærðir

Tæplega 200 manns voru handteknir á sunnudaginn.
Tæplega 200 manns voru handteknir á sunnudaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert