Hélt þrumuræðu gegn samkynhneigð

Yahya Jammeh, einræðisherra Gambíu.
Yahya Jammeh, einræðisherra Gambíu. Mynd/Wikipedia

Yahya Jammeh, einræðisherra Gambíu, hélt fyrr í þessum mánuði ræðu í bænum Farafenni þar sem hann sagði að til stæði að herða lög gegn samkynhneigð í landinu. Í ræðu sinni lýsti hann hatri sínu í garð samkynhneigðra.

Ræða hans var á tungumálinu wolfo og er það því fyrst nú sem ummæli hans ná vestrænum fjölmiðlum. „Ef þú ert samkynhneigður í Gambíu, þá mun ég skera þig á háls. Ef þú ert maður sem vilt giftast öðrum manni og við náum þér, þá mun enginn fá að sjá hvorki tangur né tetur af þér aftur. Það er engin hvít manneskja sem mun geta gert neitt fyrir þig,“ sagði Jammeh sem hefur ráðið ríkjum í landinu frá árinu 1994.

Á síðasta ári voru lög gegn samkynhneigðum í landinu hert. Refsingin fyrir samkynhneigð var aukin úr 14 ára fangelsi í lífstíðarfangelsi, og við það ákváðu fjölmörg ríki að draga úr fjárhagslegri aðstoð til landsins. 

„Hvíta fólkið“ sem Jammeh talar um í ræðunni er talið vera hjálparstarfsmenn og mannréttindafrömuði sem berjast gegn áformum einræðisherrans. 

Sjá frétt Verdens gang

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert