Illa haldin eftir neyslu á Spice

Eiturlyfið spice
Eiturlyfið spice Af vef Wikipedia

Fimm bresk ung­menni liggja nú inni á sjúkrahúsi eft­ir að hafa tekið of stór­an skammt af eit­ur­lyf­inu Spice. Tvö ungmennanna eru í lífshættu.

Ungmennin eru öll nemendur í Lancaster háskólanum, en skólinn gaf út yfirlýsingu um málið á Twitter-síðu sinni í gær. Var þar jafnframt brýnt fyrir nemendum að hafa samband við neyðarlínuna ef þeir tækju inn lyfið.

Eit­ur­lyfið Spice svip­ar mjög til marijú­ana en er mun eitraðra. Það hefur verið ólöglegt í Bretlandi síðan árið 2009. Eiturlyfið hefur verið vinsælt í Svíþjóð en eins og mbl.is hefur sagt frá hafa nokkur hundruð ungmenni þar í landi lent á sjúkrahúsi og nokkrir látist vegna efnisins.

Frétt mbl.is: Löglegt en banvænt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert