21 féll í sjálfsmorðsárás

AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í mosku sjíta í austurhluta Sádi-Arabíu í dag. Í það minnsta 21 lét lífið og 81 særðist í árásinni, þar af tólf alvarlega.

Sprengingin var gerð í bæn­um Ku­deih í Qatif-héraði en þar eru sjíta-mús­lím­ar meiri­hluti íbúanna. Fjölmargir voru í moskunni í morgun, þegar vígamaður samtakanna lét til skarar skríða.

Að sögn sádi-arabíska innanríkisráðuneytisins lýstu samtökin yfir ábyrgð á árásinni í kvöld, en þetta er í fyrsta sinn sem samtökin lýsa yfir ábyrgð á árás í landinu.

Frétt mbl.is: Sprenging í mosku í Sádi-Arabíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert