Fundu lamb í vændishúsi

Þýsk kind.
Þýsk kind. Af Wikipedia

Þýska lögreglan hefur handtekið 25 ára vændiskonu fyrir að vera með 3 vikna gamalt lamb sem gæludýr í vændishúsi. Fíkniefni fundust einnig í fórum konunnar. 

Lambið fannst við húsleit lögreglunnar í vændishúsinu. Húsleitin var gerð vegna gruns um fíkniefnamisferli. Vændi er löglegt í Þýskalandi en að halda lamb sem gæludýr í vændishúsi er það ekki, segir í frétt Reuters um málið.

Lögreglan segir að konan hafi sýnt henni bréf frá dýralækni þar sem tiltekið var við hvers konar aðstæður lambið yrði að búa. Það dugði ekki til og lambið var tekið frá henni. Það var sett í hendur dýraverndunarsamtaka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert