Veita Úkraínu 1,8 milljarða evra lán

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Petro Porosenkó, forseti Úkraínu, á …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Petro Porosenkó, forseti Úkraínu, á fundinum í dag. AFP

Evrópusambandið ákvað í dag að veita stjórnvöldum í Úkraínu 1,8 milljarða evra lán. Er þetta hæsta lán sem sambandið hefur veitt ríki sem stendur fyrir utan það.

Skrifað var undir samkomulagið á fundi aðildarríkja Evrópusambandsins í Riga í Lettlandi fyrr í dag. Úkraínsk stjórnvöld verða að uppfylla ýmis skilyrði til að fá lánið, þar á meðal að grípa til umbótaaðgerða, svo sem að berjast gegn spillingu í landinu.

Efnahagur Úkraínu er í lamasessi eftir mikil og hörð átök í austurhluta landsins undanfarið ár.

Þá fékk Úkraínu jafnframt styrk að andvirði 200 milljóna evra frá Evrópusambandinu en fleiri ríki, til að mynda Armenía, Azerbaijan, Georgía og Moldavía, fengu samskonar styrk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert