Endurheimtu svæði af Ríki íslams

AFP

Stjórnarherinn í Írak endurheimti í dag svæði í grennd við borgina Ramadi sem vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams höfðu náð yfirráðum yfir. Herinn undirbýr nú frekari árásir til að endurheimta borgina aftur, en vika er síðan vígamenn Ríkis íslams náðu henni á sitt vald.

Tugir þúsund manna hafa flúið frá Ramadi undanfarna daga en þeir eru flestir enn í Anbar-héraðinu. Margir hafa reynt að komast til höfuðborgarinnar, Bagdad, án árangurs, en írösk yfirvöld hafa lokað Bzebiz-brúnni til að koma í veg fyrir straum flóttafólks til borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert