Tveir látnir í bruna í Noregi

Mynd/Wikipedia

Eldur kom upp í sumarbústað í Heiðmörk í Noregi í dag. Lögregla og slökkvilið var sent af stað og voru komin á vettvang um 45 mínútum síðar. Skömmu seinna upplýsti lögreglan um að tveir hefðu fundist látnir í bústaðnum.

„Sá sem hringdi í neyðarlínuna sagðist hafa heyrt sprengingu, sennilega vegna gaskúts. Of snemmt er að segja hvað hefur gerst að svo stöddu,“ segir Kjartan Waage, lögreglumeistari í Heiðmörk í samtali við Verdens gang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert