Vopnað rán í Svíþjóð

norden.org

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar nú vopnað rán sem framið var á föstudaginn. Sendiferðabíll sem ók um með peningaseðla varð fyrir barðinu á ræningjum og talið er að þeir hafi haft með sér tvo stóra poka af seðlum.

„Ég stóð gangstéttinni og sá þrjá grímuklædda menn. Þeir stukku svo inn í bifreið og reyndu að bruna í burtu,“ segir einn sjónarvotturinn í samtali við fjölmiðla og bætir við að hann sé alveg handviss um að þeir hafi verið vopnaðir.

Þegar þeir reyndu að komast undan óku þeir á annan sendiferðabíl. Ökumaður sendiferðabílsins náði þannig að tefja undankomu þeirra örlítið en síðan komust þeir undan. Lögreglan í Stokkhólmi leitar nú að blárri bifreið sem talin er hafa verið notuð af ræningjunum. Enginn slasaðist við ránið.

Töluvert hefur verið af vopnuðum ránum í Svíþjóð á undanförnum mánuðum og eru það sérstaklega bankaútibú og gjaldeyraskiptafyrirtæki sem hafa orðið fyrir barðinu á ræningjum. Síðasta stóra ránið varð í október 2014 þegar útibú Handelsbanken og Nordea voru rænd í Stokkhólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert