Aurskriða féll í Nepal

Íbúar Nepal reyna að horfa fram á veginn eftir náttúruhamfarirnar …
Íbúar Nepal reyna að horfa fram á veginn eftir náttúruhamfarirnar undanfarið. AFP

Þúsundir hafa flúið í leit að öryggi en aurskriða féll í vesturhluta Nepals, um 140 kílómetra norðvestan við höfuðborgana Katmandú, í nótt. Engar fréttir hafa borist af mannfalli en hermenn hafa verið sendir á svæðið til aðstoðar fólki. Fjöldi aurskriðna hefur fallið í Nepal eftir jarðskjálftann 25. apríl en í skjálftanum létust rúmlega 8.000.

Innanríkisráðherra landsins hefur sagt fólki sem býr á svæðinu að yfirgefa það og flytja sig yfir á öruggari staði. 

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert