John Nash látinn

John Nash.
John Nash. AFP

Bandaríski stærðfræðingurinn John Nash og Alicia, eiginkona hans, eru látin. Þau létu lífið í bílslysi í New Jersey síðdegis í gær, að sögn fjölmiðla vestanhafs.

John Nash fékkst helst við leikjafræði og diffurrúmfræði. Hann deildi Nóbelsverðlaununum í hagfræði árið 1994 með tveimur öðrum leikjafræðingum, Reinhard Selten og John Harsanyi.

Nash fæddist hinn 13. júní árið 1928 og hefði því orðið 87 ára í næsta mánuði.

Kvikmyndin A Beautiful Mind, sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta mynd ársins 2001, fjallar um stærðfræðisnilld Johns Nash. Russell Crowe fór með hlutverk hans í myndinni. 

Myndin, sem kom út 2001, var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og hlaut fern.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert