Andrzej Duda nýr forseti Póllands

Andrzej Duda, nýkjörinn forseti Póllands, ásamt stuðningsmanni.
Andrzej Duda, nýkjörinn forseti Póllands, ásamt stuðningsmanni. AFP

Íhaldsmaðurinn Andrzej Duda vann síðari umferð forsetakosninganna í Póllandi en úrslitin lágu fyrir í dag. Hlaut hann 51,55% atkvæða. Kom sigur hins 43 ára lögfræðings töluvert á óvart en sitjandi forseti landsins, Bronislaw Komorowski, þótti sigurstranglegri samkvæmt skoðanakönnunum.

Duda lofaði því í aðdraganda kosninganna að hækka laun fólks og náði þannig eyrum bæði ungs og gamals fólks. Hann er þjóðernissinni og vill að landið sé bandamaður Bandaríkjanna og vill að NATO sé með herstöð í Póllandi. Hann segir að Pólland verði að halda í sjálfstæði sitt og vill ekki taka upp evru.

Duda er kaþólskur og er andvígur fóstureyðingum, hjónabandi fólks af sama kyni og tæknifrjóvgunum. Árið 2012 studdi hann frumvarp þess efnis að læknar sem biðu upp á tæknifrjóvganir yrðu fangelsaðir. 

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert