Fjöldagrafir fundist í Malasíu

Vopnaður malasískur hermaður mannar eftirlitsstöð skammt frá þar sem grafirnar …
Vopnaður malasískur hermaður mannar eftirlitsstöð skammt frá þar sem grafirnar fundust. AFP

Lögreglan í Malasíu hefur fundið 139 grafir og lokað 28 búðum, sem hafa verið notaðar við mansal, við landamærin að Taílandi. Lík flóttamanna eru sögð liggja í gröfunum.

Ríkislögreglustjórinn Khalid Abu Bakar segir að í sumum grafanna liggi fleiri en eitt lík. Fyrstu grafirnar fundust 11. maí sl., að því er segir á vef BBC.

Grafirnar eru skammt frá búðum sem glæpasamtök sem stunda mansal hafa sett upp. Þeir eru skammt frá fjölmörgum grunnum gröfum sem hafa fundist skammt frá, þ.e. Taílands-megin.H

Taílensk yfirvöld hafa á sama tíma lokað leiðum sem glæpasamtök hafa notað til að flytja flóttamenn á milli svæða. 

Lögregluaðgerðin leiddi til þess að flóttafólkinu var komið um borð í báta og það flutt sjóleiðina, en fólkið er að reyna að komast til Malasíu. Þúsundir eru hins vegar fastar á milli steins og sleggju, því þeir sem sáu um að flytja fólkið á milli staða yfirgáfu bátana og þá hafa engin lönd viljað taka á móti flóttafólkinu.

Árum saman hafa glæpahópar notað frumskóginn í Suður-Taílandi og Norður-Malasíu til að smygla fólki til Malasíu. Meirihluti þess tilheyrir rohinga-múslímum sem eru að flýja ofsóknir í Búrma að sögn samtaka sem berjast fyrir mannréttindum. Aðrir eru frá Bangladess sem vonast til að finna vinnu í Malasíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert