Olmert dæmdur í fangelsi

Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sést hér bregðast við þegar …
Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sést hér bregðast við þegar dómur var kveðinn upp yfir honum. AFP

Dómstóll í Jerúsalem hefur dæmt Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, í átta mánaða fangelsi fyrir fjársvik og fyrir að hafa brugðist trausti.

Í mars sl. var Olmert sakfelldur fyrir að hafa þegið fé frá bandarískum kaupsýslumanni með ólögmætum hætti er hann var borgarstjóri Jerúsalem og viðskiptaráðherra. 

Hann var ennfremur dæmdur í sex ára fangelsi á síðasta ári fyrir að hafa þegið mútur. 

Olmert neitar sök og hefur áfrýjað báðum dómum. Hann gengur frjáls á meðan málin eru til meðferðar. 

Búist er við að hæstiréttur Ísraels muni taka annað málið til meðferðar innan tveggja mánaða.

Staðfesti hæstiréttur dómana þá mun Olmert verða fyrsti fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem er dæmdur í fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert