38 látnir á öldrunarheimili

Að minnsta kosti 38 eru látnir eftir að eldur kom upp á öldrunarheimili í Kína í gærkvöldi. Líkin eru mjög illa farin og verður að notast við tannlæknaskýrslur og DNA greiningu til að bera kennsl á þá látnu.

Zhao Yulan, 82 ára, er önnur þeirra sem lifði brunann af. Hún deildi herbergi með ellefu manns og komst einn herbergisfélagi hennar einnig út úr brennandi húsinu. 51 íbúar voru á heimilinu og tók tæplega klukkustund að slökkva eldinn. Upptök eldsins eru enn óþekkt.

Eldsvoðar eru algengir í Kína en talið er að verslunar- og fasteignaeigendur borgi spilltum starfsmönnum ríkisins fyrir að líta framhjá lélegum brunavörnum.

Níu ára gamall drengur var handtekinn í febrúar eftir að eldur kom upp í verslunarmiðstöð. Sautján létu lífið og sagði lögregla að eldurinn hefði brotist út af því að drengurinn var að leika með eld í verslunarmiðstöðinni.

Líkin eru mjög illa farin og er talið að 38 …
Líkin eru mjög illa farin og er talið að 38 manns hafi látið lífið. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert