Blaðamaður sakaður um njósnir

Jason Rezaian ásamt eiginkonu sinni, Yeganeh Salehi
Jason Rezaian ásamt eiginkonu sinni, Yeganeh Salehi AFP

Réttarhöld yfir blaðamanni Washington Post, Jason Rezaian, hófust í Teheran í Íran í dag. Rezaian er sakaður um njósnir, segir í frétt ISNA fréttastofunnar en réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum.

Rezaian, 39 ára, er sakaður um njósnir, samstarf við óvinveittar ríkisstjórnir og að hafa safnað saman leyniupplýsingum og dreift áróðri gegn íslamska lýðveldinu, að sögn lögfræðings hans, Leila Ahsan. Hún segir ásakanir stjórnvalda á hendur blaðamanninum fáránlegar og að ekkert sé hæft í þeim.

Jason Rezaian er með tvöfaldan ríkisborgararétt, bandarískan og íranskan. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Ritstjóri Washington Post, Martin Baron, gagnrýnir írönsk stjórnvöld harðlega og segir framferði þeirra í garð Rezaians til skammar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert