Horfði síðast á sjónvarp árið 1990

Frans páfi.
Frans páfi. EPA

Frans páfi horfði síðast á sjónvarp árið 1990, eða fyrir 25 árum. Hann notar ekki internetið og les eitt dagblað á dag. Hann les þó ekki lengur en í tíu mínútur. Þetta kemur fram í viðtali argentíska blaðsins La Voz Del Pueblo við páfann. Páfinn segist einnig sakna þess að ganga um götur Rómar og fá sér pítsu.

Aðspurður segist páfinn hafa lofað því þann 15. júlí árið 1990 að horfa ekki á sjónvarp. Sagði hann einnig að ákvörðunin hefði komið til þar sem hann fann að það var ekki fyrir hann að horfa á sjónvarp.

Frans hefur gaman af fótbolta en fylgist þó ekki  með þegar uppáhalds lið hans, San Lorenzo, keppir. Hann treystir því að aðrir færi honum úrslit leikjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert