Kim Jong-Un dásamar „kraftaverk“

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, dásamar nýlegt „kraftaverk“ hersins í landinu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, dásamar nýlegt „kraftaverk“ hersins í landinu. Skjáskot/SkyNews

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, dásamar nýlegt „kraftaverk“ hersins í landinu en hann segir að hernum hafi tekist að skjóta flugskeyti úr kafbáti. Sérfræðingar eru efins og telja að um fölsun sé að ræða.

Haft var eftir leiðtoganum í fjölmiðlum að um sögulegan viðburð væri að ræða og þá sagðist hann einnig hafa rætt við vísindamenn sem tóku þátt í skotinu. Sérfræðingar telja að flugskeytinu hafi verið skotið af palli neðansjávar, ekki úr kafbáti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert