Skýstrókur hrifsaði barn af móður

Að minnsta kosti þrettán eru látnir vegna skýstróks í mexíkósku borginni Ciudad Acuna í norðurhluta landsins. Mörg hundruð hús eru skemmd í borginni sem og nágrannabyggðum. Mikil flóð hafa orðið í Texas og eru að minnsta kosti þrír látnir og 12 enn saknað í ríkinu.

Breska ríkisútvarpið segir að bílar og byggingar hafi skemmst mikið í veðurofsanum. Margir hafa slasast og er óttast að tala látinna muni hækka.

Frétt mbl.is: Þrír látnir og nokkurra saknað

Ríkisstjóri Coahuila segir að tíu fullorðnir og þrjú börn hafi látist. Þá sé eins ungbarns saknað. Um 150 slasaðir voru fluttir á sjúkrahús.

Mikill vindhraði var í skýstrók sem fór um borgina. Flestir þeirra sem létust voru á göngu á götu úti er skýstrókurinn fór yfir.

Strókurinn hrifsaði m.a. ungbarn í kerru úr höndum móður. Barnið hefur enn ekki fundist. Borgarstjóri Ciudad Acuna segir að skýstrókurinn sé sá fyrsti sem fer þar um frá því að borgin var stofnuð fyrir meira en 100 árum síðan.

„Það eru bílar uppi á húsum, það liggja lík á götunum, það er algjör ringulreið,“ segir íbúi í borginni við mexíkóska dagblaðið La Jornada.

Frétt BBC.

Miklar skemmdir urðu í mexíkósku landamæraborginni Ciudad Acuna.
Miklar skemmdir urðu í mexíkósku landamæraborginni Ciudad Acuna. AFP
Ofsaveður gekk yfir norðurhluta Mexíkó og skýstrókur gerði usla.
Ofsaveður gekk yfir norðurhluta Mexíkó og skýstrókur gerði usla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert