Ungur Breti myrti fjölskyldu sína

Jed Allen
Jed Allen Mynd sem lögreglan í Thames Valley birti

Ungur Breti, sem leitað var um helgina vegna morðs á móður hans, systur og stjúpa, fannst látinn í skóglendi í Oxford síðdegis í gær.

Lögreglan í Thames Valley segir að lík Jed Allen, 21 árs, hafi fundist um klukkan 17 í gær en lögreglan hafði lýst eftir honum fyrr um daginn. Lík Janet Jordon, 48 ára, sex ára gamallar dóttur hennar,  Derrin og sambýlismanns Jordon, Philip Howard, 44 ára, fundust á heimili þeirra í Didcot í Oxford-skíri á laugardag. Þau höfðu öll verið stungin til bana, samkvæmt fréttum BBC og Guardian.

Yfir 100 lögreglumenn tóku þátt í leikinni að Allen en lögregla birti mynd af honum í gær og nefndi hann sem grunaðan um að bera ábyrgð á morðunum. Samkvæmt Guardian er slíkt óvanalegt af hálfu lögreglunnar.

Í frétt Guardian kemur fram að lögregla hafi þekkt til Allens en hann átti mjög erfitt með skilnað foreldra sinna. Að sögn lögreglu er verið að rannsaka hvað fékk unga manninn til þess að fremja þrjú morð.

Undanfarna átján mánuði hafði Allen birt yfir 500 myndir og myndskeið af sér á Instagram og kom þar vel fram áhugi hans á vaxtarækt og persónum úr teiknimyndasögum.

Guardian

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert