Háttsemin minnir á mafíustarfsemi

Samkvæmt lýsingu saksóknara minnir háttsemi margra stjórnenda samtakanna meira á …
Samkvæmt lýsingu saksóknara minnir háttsemi margra stjórnenda samtakanna meira á mafíustarfsemi en rekstur íþróttasamtaka. AFP

Sú háttsemi sem tíðkaðist innan FIFA minnir um margt á starfsemi mafíunnar, frekar en íþróttasambands. Þá voru handtökurnar í morgun aðeins byrjunin á því sem koma skal. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli saksóknarans Loretta E. Lynch eftir handtökur á sjö háttsettum stjórnendum hjá FIFA í morgun í sameiginlegri aðgerð bandarískra og svissneskra yfirvalda.

Sagði hún að nokkrir af æðstu stjórnendum í sambandinu hefðu notfært viðskiptahagsmuni sambandsins sem skiptimynt gegn persónulegum greiðslum. Þannig hafi einn þeirra þegið meira en 10 milljónir dala, eða sem nemur um 1.300 milljónum íslenskra króna, í mútur. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið.

Þáðu mútur fyrir sjónvarpsréttindi og atkvæði

Sagði Lynch að þessir aðilar hafi þegið mútur í staðin fyrir ákvarðanir um hver fengið sjónvarpsréttindi, hvar leikar yrðu haldnir og hverjir væru stjórnendur í samtökunum. Lynch stýrir aðgerðunum, en þær hafa verið í skoðun hjá skattrannsóknarembætti Bandaríkjanna, bandaríska dómsmálaráðuneytinu og bandarísku alríkislögreglunni um þónokkurt skeið.

„Þetta er upphafið af málinu, ekki endirinn,“ sagði Kelly T. Currie, saksóknari í New York sem einnig kemur að málinu. Svissnesk yfirvöld hafa þegar tilkynnt að þau hafi sett af stað sakamálarannsókn tengda umsóknum um heimsmeistaramótin 2018 og 2022.

Samsett mynd sem sýnir nokkra þeirra sem eru með stöðu …
Samsett mynd sem sýnir nokkra þeirra sem eru með stöðu sakborninga í málinu. Rafael Esquivel, Julio Rocha, Jeffrey Webb, Eduardo Li, Eugenio Figueredo og Jose Maria Marin. Þeir eru allir núverandi eða fyrrverandi stjórnendur hjá FIFA. AFP
Saksóknarinn Loretta E. Lynch á fréttamannafundi í dag.
Saksóknarinn Loretta E. Lynch á fréttamannafundi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert