Kanna hvaða svæði eru örugg

Nepölsk kona gengur framhjá húsi sem varð illa úti í …
Nepölsk kona gengur framhjá húsi sem varð illa úti í skjálftanum. Myndin er tekin í Katmandú þriðjudaginn 26. maí. AFP

Stjórnendur ferðamálaiðnaðarins í Nepal leita nú ráðgjafar hjá sérfræðingum frá öðrum löndum. Þeir eiga að aðstoða við að leggja mat á hvaða svæði eru örugg svo hægt sé að taka á móti ferðamönnum á ný.

Mörg svæði urðu afar illa úti í skjálftanum sem reið yfir landið þann 25. apríl sl. og fjölda eftirskjálfta sem fylgdu í kjölfarið. Nepal reiðir sig verulega á ferðamannaiðnaðinn og því skiptir miklu máli að fá ferðamenn til landsins á ný. 

Vinsælt er að klífa fjöll í Nepal og hafa jarðfræðingar verið fengnir til að leggja mat á nokkur vinsæl svæði, líkt og Manasalu, Langtang, Rolwaling og Helambu. Þá þarf einnig að kanna hvort öruggt sé að klífa Everest á ný.

Tæplega 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Nepal árið 2013 og svipaður fjöldi árið 2012. 

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert